Fréttir

PGA: Thomas sigraði nokkuð örugglega
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 22:25

PGA: Thomas sigraði nokkuð örugglega

Lokadagur BMW Championship mótsins, annars móts úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, lauk nú fyrir skömmu og var það Justin Thomas sem stóð uppi sem sigurvegari. Sigur hans var nokkuð öruggur en hann endaði þremur höggum á undan næsta manni.

Thomas átti frábært mót þar sem hann jafnaði vallarmetið á Medinha vellinum á fimmtudaginn. Í gæri gerði svo enn betur og setti nýtt vallarmet með hring upp á 61 högg. Fyrir daginn var forystu hans sex högg en það stoppaði hann ekki í því að leika dlimrandi golf. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag, tvo skolla og restina pör á leið sinni að 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Mótið endaði Thomas á samtals 25 höggum undir pari og er hann nú kominn í forystu á FedEx listanum fyrir lokamót ársins.

Einn í öðru sæti varð Patrick Cantlay. Hann lék á 65 höggum í dag og endaði mótið á 22 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.