Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Þrír jafnir á toppnum fyrir lokahringinn í Kuala Lumpur
Shubhankar Sharma.
Laugardagur 13. október 2018 kl. 09:35

PGA: Þrír jafnir á toppnum fyrir lokahringinn í Kuala Lumpur

Gary Woodland, Marc Leishman og Shubhankar Sharma deila forystunni eftir þrjá hringi á CIMB Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í Kuala Lumpur um þessar mundir.

Fyrrnefndir kylfingar eru allir á 19 höggum undir pari eftir þrjá hringi, tveimur höggum á undan Louis Oosthuizen og Bronson Burgoon.

Sigurvegari mótsins árin 2015 og 2016, Justin Thomas, er í 19. sæti, 7 höggum á eftir efstu mönnum. Það er því ólíklegt að hann nái að blanda sér í toppbaráttuna í nótt þegar lokahringur mótsins fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)