Fréttir

PGA: Tringale og Landry með eins höggs forystu
Andrew Landry.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 10:50

PGA: Tringale og Landry með eins höggs forystu

Þriðji hringur John Deere Classic mótsins fór fram í gær og eru það þeir Cameron Tringale og Andrew Landry sem eru í forystu eftir daginn á samtals 16 höggum undir pari. Þeir eru aðeins einu höggi á undan næstu mönnum.

Tringale byrjaði daginn á skolla en eftir það tapaði ekki höggi og lék frábært golf. Hann nældi sér í sjö fugla og 10 pör og kom því í hús á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Á meðan lék Landry á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann fékk sex fugla, tvo skolla og restina pör.

Jafnir í þriðja sæti á 15 höggum undir pari eru þeir Bill Haas og Adam Schenk. Haas átti besta hring gærdagsins, 64 högg, á meðan Schenk lék á 66 höggum.

Lokahringur mótsins verður leikinn í kvöld en stöðuna í mótinu má sjá hérna.