Fréttir

PGA: Tveir jafnir á toppnum þegar leik var frestað
Jordan Spieth.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 08:00

PGA: Tveir jafnir á toppnum þegar leik var frestað

Vegna veðurs í gær og undarlegra aðstæðna náðist ekki að ljúka við fyrsta hring Genesis Open mótsins sem hófst í gær á PGA mótaröðinni. Þegar leik var frestað voru það þeir Sung Kang og Jordan Spieth sem voru í forystu.

Enginn náði að ljúka leik í gær og eiga enn margir eftir að hefja leik. Kang náði að ljúka við 14 holur og hefur hann fengið einn örn, fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Á meðan hefur Spieth aðeins lokið við 12 holur og ekki tapað höggi, heldur fengið fimm fugla og restina pör. Þeir eru því jafnir á fimm höggum undir pari.

Næstu kylfingar eru á fjórum höggum undir pari. Leikur hefst að nýju klukkan 7 að staðartíma, sem er 15 að íslenskum tíma.

Gestgjafi mótsins, Tiger Woods, náði ekki að hefja leik í gær.

Hérna má sjá stöðuna.