Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Tway sigraði eftir þriggja holu bráðabana
Kevin Tway. Mynd: golfsupport.nl.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 09:01

PGA: Tway sigraði eftir þriggja holu bráðabana

Kevin Tway sigraði í gær á Safeway Open mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni eftir æsispennandi lokakafla.

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit en þeir Tway, Ryan Moore og Brandt Snedeker höfðu endað jafnir í 1. sæti á 14 höggum undir pari eftir fjóra hringi.

Á fyrstu holu bráðbanans fengu Tway og Moore báðir fugl á meðan Snedeker fékk par og því féll hann úr leik. Á næstu holu var 18. holan leikin aftur en hún féll aftur á fugli.

Að lokum héldu Tway og Moore á 10. holu þar sem Tway gerði sér lítið fyrir og fékk fimmta fuglinn í röð (Tway endaði mótið á fugli á 17. og 18. holu) og fagnaði sínum fyrsta sigri á mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)