Fréttir

PGA: Veðrið spilaði stóra rullu í þriðja degi lokamóti tímabilsins
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 08:57

PGA: Veðrið spilaði stóra rullu í þriðja degi lokamóti tímabilsins

Veðrið setti stórt strik í reikninginn á þriðja degi Tour Championship mótsins en efstu menn náðu aðeins að leika fimm holur á þriðja hringnum. Aðstæður voru erfiðar og sást það greinilega á skori keppenda þar sem meiri hluti kylfinga var yfir pari á hringnum.

Það er Justin Thomas sem er efstur eftir þessar fimm holur, höggi á Rory McIlroy og Brooks Koepka. Thomas var búinn að fá fimm pör þegar leik var frestað og var því samtals á 12 höggum undir pari. Fyrir hringinn hafði hann verið höggi á eftir Koepka.

Koepka var einnig búinn með fimm holur og fékk á þeim þrjú pör og einn tvo skolla. McIlroy var líkt og Thomas höggi á eftir Koepka. Hann var líka búinn með fimm holur og var á höggi yfir pari eftir þær holur.

Xander Schauffele var fjórði kylfingurinn sem hafði aðeins lokið við fimm holur og var hann á einu höggi yfir pari og því samtals á 10 höggum undir pari.

Það er því von á löngum en spennandi lokadegi þar sem ræðst hver hreppir FedEx bikarinn og milljarðana sem honum fylgja. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.