Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

PGA: Villegas í toppbaráttunni
Camillo Villegas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. nóvember 2020 kl. 08:11

PGA: Villegas í toppbaráttunni

Camilo Villegas og Matt Wallace eru efstir eftir fyrsta hringinn á RSM Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Báðir léku þeir á 6 höggum undir pari, höggi betur en átta kylfingar sem deila þriðja sætinu.

Englendingurinn Wallace hefur undanfarin ár verið einn besti kylfingur heims en hann sigraði meðal annars á þremur mótum á Evrópumótaröðinni árið 2018 og hefur verið fastagestur á risamótunum fjórum frá þeim tíma.

Aðra sögu er að segja um Kólumbíumanninn Camilo Villegas sem hefur ekki unnið mót frá árinu 2014 en hann var einn heitasti kylfingur heims á árunum 2008-2011. Villegas hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og dottið inn og út af PGA mótaröðinni. Í dag er hann í 866. sæti heimslistans en hann hóf árið í 2074. sæti.

Villegas fékk alls sex fugla á fyrsta hringnum og tapaði ekki höggi. Annar hringur mótsins fer fram í dag og verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku Villegas.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Matt Wallace, -6
1. Camilo Villegas, -6
3. Rory Sabbatini, -5
3. Peter Malnati, -5
3. Cameron Tringale, -5
3. Adam Long, -5
3. Patton Kizzire, -5
3. Robert Streb, -5
3. Keegan Bradley, -5
3. Doug Ghim, -5