Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

PGA: Villegas í toppbaráttunni
Camillo Villegas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. nóvember 2020 kl. 08:11

PGA: Villegas í toppbaráttunni

Camilo Villegas og Matt Wallace eru efstir eftir fyrsta hringinn á RSM Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Báðir léku þeir á 6 höggum undir pari, höggi betur en átta kylfingar sem deila þriðja sætinu.

Englendingurinn Wallace hefur undanfarin ár verið einn besti kylfingur heims en hann sigraði meðal annars á þremur mótum á Evrópumótaröðinni árið 2018 og hefur verið fastagestur á risamótunum fjórum frá þeim tíma.

Örninn 2025
Örninn 2025

Aðra sögu er að segja um Kólumbíumanninn Camilo Villegas sem hefur ekki unnið mót frá árinu 2014 en hann var einn heitasti kylfingur heims á árunum 2008-2011. Villegas hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og dottið inn og út af PGA mótaröðinni. Í dag er hann í 866. sæti heimslistans en hann hóf árið í 2074. sæti.

Villegas fékk alls sex fugla á fyrsta hringnum og tapaði ekki höggi. Annar hringur mótsins fer fram í dag og verður fróðlegt að fylgjast með spilamennsku Villegas.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Matt Wallace, -6
1. Camilo Villegas, -6
3. Rory Sabbatini, -5
3. Peter Malnati, -5
3. Cameron Tringale, -5
3. Adam Long, -5
3. Patton Kizzire, -5
3. Robert Streb, -5
3. Keegan Bradley, -5
3. Doug Ghim, -5