Fréttir

PGA: Woodland kominn í forystu eftir frábæran hring
Gary Woodland.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 07:59

PGA: Woodland kominn í forystu eftir frábæran hring

Annar dagur Opna bandaríska meistaramótsins fór from í gær og er það Gary Woodland sem er í forystu eftir daginn. Woodland átti besta hring mótsins hingað til og er hann með tveggja högga forystu á Justin Rose.

Woodland gerði engin mistök á öðrum degi mótsins. Hann hóf leik á 10. braut og fékk tvo fugla á fyrstu níu holunum. Á þeim síðari datt hann í mikið stuð og fékk fjóra fugla og kom því í hús á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari.

Rose, sem var í forystu eftir fyrsta hringinn, lék á 71 höggi í gær, eða höggi undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari og einn í öðru sæti. Louis Oosthuizen er svo höggi á eftir Rose á sex höggum undir pari. Hann er einn í þriðja sætinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.