Fréttir

PGA: Woodland með nauma forystu | Koepka aðeins fjórum á eftir
Gary Woodland.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 08:04

PGA: Woodland með nauma forystu | Koepka aðeins fjórum á eftir

Þriðji hringur á Opna bandaríska meistaramótinu var leikinn í gær og er Gary Woodland enn með forystu eftir daginn. Forysta hans hefur þó minnkað niður í eitt högg en Justin Rose er einn í öðru sæti. Sigurvegari síðustu tveggja ára, Brooks Koepka, er aðeins fjórum höggum á eftir og því til alls líklegur í dag.

Woodland sýndi lítil merki um veikleika í gær. Hann tapaði aðeins einu höggi allan hringinn en á móti fékk hann þrjá fugla. Hringinn lék hann því á 69 höggum, eða tveimur höggum undir pari og er hann því samtals á 11 höggum undir pari.

Rose byrjaði daginn tveimur höggum á eftir Woodland. Þegar fimm holur voru eftir var forystu Woodland orðin þrjú högg en tveir fuglar hjá Rose á 14. og 18. holunni kom honum aðeins einu höggi á eftir. Rose lék því á 68 höggum og er samtals á 10 höggum undir pari.

Koepka hefur unnið mótið síðustu tvo árin lék á 68 höggum í gær og er því samtals sjö höggum undir pari. Hann getur því með góðum degi orðið aðeins annar kylfingurinn í sögunni til að vinna mótið þrjú ár í röð.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640