Fréttir

Pieters sigraði í Abu Dhabi
Pieters vann sinn sjötta sigur á DP World Tour í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 09:48

Pieters sigraði í Abu Dhabi

Belginn högglangi Thomas Pieters vann sinn sjötta sigur á DP World Tour mótaröðinni þegar hann sigraði á Abu Dhabi HSBC Championship í gær.

Pieters lék hringina fjóra á samtals 10 höggum undir pari en aðstæður voru á köflum erfiðar í mótinu vegna hvassviðris. Við sigurinn færist Pieters upp í 31. sæti heimslistans en hann sigraði einnig á Opna Portúgalska mótinu í nóvember.

Fyrir sigurinn fær Pieters 1.200.000 evrur en verðlaunafé á mótaröðinni hefur verið hækkað gríðarlega samhliða nafnabreytingunni í haust.

Shubhankar Sharma og Rafael Cabrera Bello voru á samtals 9 höggum undir pari og því aðeins einu höggi á eftir Pieters.

Victor Dubuisson og Viktor Hovland voru jafnir í fjórða sæti á 8 höggum undir pari. Nokkrir kylfingar voru svo á 7 höggum undir pari þar á meðal Tyrell Hatton sem átti titil að verja frá síðasta ári.

Lokastaðan í mótinu