Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Players meistaramótinu og fjórum öðrum mótum aflýst
Jay Monahan.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 08:13

Players meistaramótinu og fjórum öðrum mótum aflýst

Fyrsti hringur Players meistaramótsins sem hófst í gær var með nokkuð venjulegu sniði, áhorfendur mættu til að horfa á bestu kylfinga heims glíma við hinn erfiða TPC Sawgrass völl. Það var þó ekki langt liðið á fyrsta daginn að PGA mótaröðin tilkynnti að frá og með deginum í dag [föstudaginn 13. mars] yrði leikið fyrir luktum dyrum og yrði það gert næstu vikurnar.

Eftir fyrsta hringinn staðfesti PGA mótaröðin enn frekar að leikið yrði áfram án þess að nokkuð hafi gerst, bara með enga áhorfendur. Seint kom aftur á móti tilkynningin sem margir voru að bíða eftir, Players meistaramótinu hefur verið aflýst og mótum næstu þriggja vikna út af kórónaveirunni.

„Vegna þess hvað aðstæður hafa breyst fljótt hefur Players meistaramótinu verið aflýst,“ sagði mótaröðin í tilkynningu sinni til leikmanna.

Players meistaramótið er eitt af stærstu mótum ársins og hefur oft verið talað um það sem fimmta risamótið.

„Það er með mikilli sorg sem við verðum að tilkynna að Players meistaramótinu hefur verið aflýst,“ sagði mótaröðin í tilkynningu seint í gær. „Við höfum einnig ákveðið að fresta öllum mótum á PGA mótaröðinni, á öllum mótaröðum okkar, næstu vikurnar, eða fram yfir Valero Texas Open mótið.“

Helgina eftir Valero Texas Open mótið á fyrsta risamót ársins í karlagolfinu að fara fram, Masters mótið.

Mótunum sem hefur verið frestað á PGA mótaröðinni eru eftirfarandi:

The Players Championship - 12.-15. mars
Valspar Championship - 19.-22. mars
WGC-Dell Technologies Match Play - 25.-29. mars
Corales Puntacana Resort and club Championship - 25.-29. mars
Valero Texas Open - 2.-5. apríl.