Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Reavie sló þrisvar í fyrir erni á sama hring
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 23:40

Reavie sló þrisvar í fyrir erni á sama hring

Annar hringur Chez Reavie á föstudaginn á Sony Open mótinu á PGA mótaröðinni var einstakur.

Reavie lék á 5 höggum undir pari en það sem vekur athygli er sú staðreynd að hann fékk þrjá erni á par 4 holum. 

Hinn 37 ára gamli Reavie var í miklu stuði í innáhöggunum en ernirnir komu úr 92, 123 og 136 metra fjarlægð.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á öðrum hring mótsins er Reavie jafn í 2. sæti á 10 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Kuchar sem er í forystu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)