Fréttir

Reed enn efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar
Patrick Reed.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 30. nóvember 2020 kl. 12:30

Reed enn efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar

Línur eru farnar að skýrast á stigalista Evrópumótaraðar karla nú þegar einungis þrjú mót eru eftir á tímabilinu. Patrick Reed er sem fyrr í efsta sætinu en sigurvegari helgarinnar er ekki langt undan.

Þrátt fyrir að hafa einungis spilað í 7 mótum á árinu er Reed með góða forystu í efsta sæti stigalistans. Reed er með rúmlega 2.400 stig, tæpum 500 stigum meira en Tommy Fleetwood sem er annar.

Ástæðan fyrir því að Reed er í svo góðri stöðu er árangur hans í Heimsmótum og risamótum ársins en þau hafa meira vægi en hefðbundin mót á Evrópumótaröðinni. Reed sigraði á heimsmótinu í Mexíkó í febrúar og þá var hann á meðal 15 efstu í öllum þremur risamótunum.

Christiaan Bezuidenhout var einn af hástökkvurum vikunnar á stigalistanum en hann situr í 9. sæti með 1.332,4 stig eftir að hafa verið í 21. sæti. Bezuidenhout sigraði á móti helgarinnar í Suður-Afríku.

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Patrick Reed, 2.427 stig
2. Tommy Fleetwood, 1.967 stig
3. Collin Morikawa, 1.881 stig
4. Lee Westwood, 1.793 stig
5. Victor Perez, 1.713 stig
6. Aaron Rai, 1.678 stig
7. Louis Oosthuizen, 1.646 stig
8. Tyrrell Hatton, 1.453 stig
9. Christiaan Bezuidenhout, 1.382 stig
10. Lucas Herbert, 1.332 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.