Fréttir

Rekinn úr móti eftir að hafa týnt öllum boltunum sínum
Clement Berardo.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 10:15

Rekinn úr móti eftir að hafa týnt öllum boltunum sínum

Það muna kannski einhverjir eftir því þegar Tiger Woods kláraði næstum alla boltana sína á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2000 á Pebble Beach. Það slapp þó fyrir horn og vann Woods mótið að lokum með 15 höggum.

Niðurstaðan var ekki alveg sú sama hjá Frakkanum Clement Berardo í Andaluci-Costa del Sol Match Play 9 mótinu en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Berardo byrjai daginn á því að fá níu á fyrstu holunni. Hann bætti svo við tveimur skollum á fyrri níu holunum.

Hann byrjaði svo síðari níu holurnar á því að fá skramba og eftir tvo skolla á holum 14 og 15 var hann kominn á 10 högg yfir pari. Ekki nóg með það þá átti hann aðeins einn golfbolta eftir. Þeim bolta týndi hann á 16. holunni og gat hann því ekki klárað hringinn sinn. Þar af leiðandi var hann rekinn úr mótinu.