Fréttir

Riðlarnir klárir fyrir Íslandsmótið í holukeppni
Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa titil að verja.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 23:08

Riðlarnir klárir fyrir Íslandsmótið í holukeppni

Securitas-mótið, Íslandsmótið í holukeppni 2019, sem er hluti af Mótaröð þeirra bestu, fer fram um helgina á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.

Mótið hefst á föstudaginn 21. júní og fara úrslitaleikir mótsins fram á sunnudaginn 23. júní.

Búið er að raða keppendum niður í riðla sem leiknir verða á föstudaginn og laugardaginn en að þeim loknum halda 8 efstu í karla- og kvennaflokki áfram í 8 manna úrslitin.

Sigurvegarar síðasta árs eru báðir með í ár. Rúnar Arnórsson, GK, sem sigraði í karlaflokki, spilar í riðli 2 gegn liðsfélögum sínum, Vikari Jónassyni og Helga Snæ Björgvinssyni ásamt Ragnari Má Garðarssyni úr GKG.

Sigurvegarinn í kvennaflokki, Ragnhildur Kristinsdóttir, er í riðli 1 ásamt Ingunni Einarsdóttur og Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur. Þar sem ekki er fullt í kvennaflokki eru einungis þrír kylfingar í umræddum riðli.

Hér fyrir neðan má sjá alla riðlana í Íslandsmótinu í holukeppni árið 2019:

Hér verður hægt að fylgjast með gangi mála í mótinu.