Fréttir

Rory kominn með 15 sigra á PGA mótaröðinni
Rory McIlroy.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 11:00

Rory kominn með 15 sigra á PGA mótaröðinni

Það var Rory McIlroy sem fagnaði sigri á Players meistaramótinu sem lauk í gær á PGA mótaröðinni. McIlroy hefur leikið gríðarlega vel það sem af er ári en fyrstu sex mót ársins á PGA mótaröðinni endaði hann alltaf á meðal sex efstu. Það var því kominn tími á þennan sigur hjá McIlroy.

Eftir sigurinn hefur McIlroy sigrað á 15 PGA mótum á sínum ferli en þetta var fyrsta mótið sem hann sigrar á í rúmt ár. Hann er nú jafn í 58. sæti yfir þá kylfinga sem hafa unnið flest mót en aðrir kylfingar sem hafa unnið 15 mót eru meðal annars Fred Couples og Corey Pavin.

Það er enn langt í efstu menn því Sam Snead situr enn á toppnum með 82 sigra og Tiger Woods kemur svo næstu með 80 sigra.

Sigrar McIlroy á PGA mótaröðinni:
2010 - Quail Hollow Championship
2011 - U.S. Open
2012 - The Honda Classic
2012 - PGA Championship
2012 - Deutsche Bank Championship
2012 - BMW Championship
2014 - The Open Championship
2014 - WGC-Bridgestone Invitational
2014 - PGA Championship (2)
2015 - WGC-Cadillac Match Play
2015 - Wells Fargo Championship (2)
2016 - Deutsche Bank Championship (2)
2016 - Tour Championship
2018 - Arnold Palmer Invitational
2019 - Players Championship