Fréttir

Rose leiðir eftir tvo hringi á Masters
Justin Rose. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 10. apríl 2021 kl. 08:01

Rose leiðir eftir tvo hringi á Masters

Englendingurinn Justin Rose er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á Masters mótinu sem fram fer á Augusta National vellinum.

Rose, sem lék fyrsta hring mótsins á 7 höggum undir pari, lék annan hringinn á parinu eftir að hafa byrjað illa. Rose fékk fjóra skolla á fyrstu 7 holunum en vann sig niður á parið með þremur fuglum á síðustu sex holum dagsins.

Rose er með högg í forskot á þá Will Zalatoris og Brian Harman sem eru á 6 höggum undir pari. Árangur Zalatoris til þessa hefur vakið athygli en hann er á meðal keppenda á Masters mótinu í fyrsta skiptið á ferlinum.

Marc Leishman og Jordan Spieth deila fjórða sætinu á 5 höggum undir pari.

Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. Justin Rose, -7
2. Will Zalatoris, -6
2. Brian Harman, -6
4. Marc Leishman, -5
4. Jordan Spieth, -5
6. Bernd Wiesberger, -4
6. Tony Finau, -4
6. Justin Thomas, -4
6. Si Woo Kim, -4
6. Cameron Champ, -4
6. Hideki Matsuyama, -4

Sjá einnig:

Johnson mun ekki verja titilinn á Masters

Kim braut pútterinn og notaði 3-tré síðustu holurnar

Púttaði í vatn á Masters