Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ryder bikarinn: Tony Finau síðastur inn í lið Bandaríkjanna
Tony Finau.
Mánudagur 10. september 2018 kl. 20:59

Ryder bikarinn: Tony Finau síðastur inn í lið Bandaríkjanna

Liðsstjóri Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum, Jim Furyk, valdi Tony Finau í síðasta lausa sætið fyrir keppnina sem fer fram í París seinna í mánuðinum.

Finau hefur leikið frábærlega á PGA mótaröðinni á tímabilinu og er í þriðja sæti á stigalistanum fyrir lokamótið. Takist honum að sigra á lokamótinu stendur hann uppi sem stigameistari, óháð gengi annarra keppenda.

Finau hefur endað í einu af 10 efstu sætunum í 10 mótum á tímabilinu og voru þrjú af þessum mótum risamót.

Lið Bandaríkjanna er nú orðið klárt fyrir Ryder bikarinn. Liðið er skipað eftirfarandi kylfingum:

Brooks Koepka 
Dustin Johnson
Justin Thomas
Patrick Reed
Bubba Watson
Rickie Fowler
Jordan Spieth
Webb Simpson
Bryson DeChambeau
Phil Mickelson
Tiger Woods

Ísak Jasonarson
isak@vf.is