Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ryder lið Evrópu klárt
Ian Poulter
Miðvikudagur 5. september 2018 kl. 13:30

Ryder lið Evrópu klárt

Nú fyrir skömmu tilkynnti Thomas Bjørn, fyrirliði evrópska Ryderliðsins, hvaða fjórir kylfingar bætast við þá átta kylfinga sem nú þegar voru búnir að tryggja sæti sitt í liðinu.

Kylfingarnir sem nú þegar voru búnir að tryggja sér voru þeir Tommy Fleetwood, Tyrrell Hatton, Rory McIlroy, Francesco Molinari, Alex Noren, Thorbjørn Olesen, Jon Rahm og Justin Rose.

Það var úr vanda að velja fyrir Bjørn þar sem margir kylfingar komu til greina. Það voru svo að lokum þeir Paul Casey, Sergio Garcia, Ian Poulter og Henrik Stenson sem urðu fyrir valinu og er því evrópska Ryder liðið klárt. 

Liðið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)