Fréttir

Saga Traustadóttir: „Hafði góða tilfinningu fyrir þessu“
Íslandsmeistararnir í holukeppni Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 22:41

Saga Traustadóttir: „Hafði góða tilfinningu fyrir þessu“

Eins og greint var frá í gær varð Saga Traustadóttir Íslandsmeistari í höggleik eftir að hafa haft betur gegn Ragnhildi Kristinsdóttur í úrslitaleiknum. Þær stöllur þurftu að fara alla leið á 19. holu þar sem Saga hafði betur eftir að hafa fengið fugl.

Í viðtali eftir hringinn sagði Saga að þessi titill væri aðeins byrjunin, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Sögu. Hún sagði einnig að hún hefði haft góða tilfinningu fyrir þessu móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.