Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sagður hafa veðjað rúmum 10 milljónum á Tiger
Tiger Woods verður í eldlínunni um helgina á fyrsta risamóti ársins.
Miðvikudagur 10. apríl 2019 kl. 22:36

Sagður hafa veðjað rúmum 10 milljónum á Tiger

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs á einstaklingur sem notar veðmálasíðuna William Hill að hafa sett 85.000 dollara eða rúmlega 10 milljónir króna á að Tiger Woods standi uppi sem sigurvegari á Masters mótinu sem fer fram um helgina.

Haft er eftir Darren Rovell hjá Action Network að stuðullinn á sigri hjá Woods hafi verið 14/1 þegar einstaklingurinn setti pening sinn á hann sem þýðir að fari svo að Woods vinni mótið fái umræddur aðili 1,19 milljónir dollara í sinn vasa.

Tiger hefur fjórum sinnum sigrað á Masters mótinu en liðin eru 14 ár frá því hann vann síðast. Í viðtali fyrir mótið á dögunum sagðist hann bjartsýnn á gott gengi í ár en fróðlegt verður að sjá hvort hann bæti við sig fimmta græna jakkanum.

Sjá einnig:

Ég hef náð ágætum árangri hér

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)