Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sergio Garcia biðst afsökunar: „Þetta er ekki ég“
Sergio Garcia.
Miðvikudagur 13. febrúar 2019 kl. 14:02

Sergio Garcia biðst afsökunar: „Þetta er ekki ég“

Sergio Garcia undirbýr sig nú fyrir sitt fyrsta PGA mót í næstum sex mánuði. Hann nýtti því tækifærið og baðst aftur afsökunar á framkomu sinni á Saudi International mótinu fyrr í þessum mánuði. 

Garcia hefur ekki keppt síðan að honum var vísað úr leik á mótinu vegna óviðeigandi háttalags. Hann skemmdi þá nokkrar flatir í reiðiskasti á þriðja hring og létt öllum illum látum eftir misheppnað glompuhögg á öðrum hring.

Í færslu sem Garcia birti á Instagram reikningi sínum baðst hann afsökunar á framkomu sinni og þakkar aðdáendum fyrir stuðninginn. Hann fer þó ekki nánar út í það hvers vegna hann missti svona stjórn á skapi sínu.

„Ég hef augljóslega haft smá tíma til þess að hugleiða þetta og vil aftur biðja aðdáendur mína og meðspilara afsökunar. Það sem ég gerði er ekki til eftirbreytni og lýsir því ekki hver ég er í alvörunni.“

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Happy to be in my first @pgatour event of the season and have my brother on the bag again this year. I’ve obviously had some time to reflect, and want to again say I’m sorry to my fans and fellow competitors. What happened is not an example I want to set, and it's not who I truly am. I am an emotional player and while I believe that's one of my biggest strengths, it's also one of my biggest flaws. I’m focused on working hard to channel that emotion the correct way and to be the best me, learn from it and move forward. Thanks for all the support. // Feliz de estar en mi primer torneo del PGA Tour y tener mi hermano como caddie de nuevo este año. He tenido tiempo para reflexionar y quiero pedir disculpas a los aficionados y a mis compañeros. Lo ocurrido no es un ejemplo de lo que quiero ser y no transmite lo que verdaderamente soy. Soy un jugador pasional y al mismo tiempo que es uno de mis puntos fuertes, también es, a veces, mi punto débil. Estoy centrado en reconducir esas emociones, en aprender y mostrar lo mejor de mi. Gracias por todo vuestro apoyo.

A post shared by Sergio Garcia (@thesergiogarcia) on

Garcia mætir aftur til leiks á Genesis Open mótinu í vikunni þar sem hans besti árangur er 4. sæti.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)