Fréttir

Sergio Garcia rekinn úr keppni í Sádi-Arabíu
Sergio Garcia
Laugardagur 2. febrúar 2019 kl. 16:35

Sergio Garcia rekinn úr keppni í Sádi-Arabíu

Þriðji hringur Saudi International mótsins var leikinn í dag og var það Haotong Li sem stal senunni með því að fá fjóra erni á hringnum. Hann er nú jafn Dustin Johnson í efsta sætinu á 16 höggum undir pari.

Sergio Garcia átti aftur á móti afleitan dag. Hann var á einu höggi yfir pari fyrir daginn og því langt á eftir efstu mönnum. Ekki gekk neitt betur í dag því á nokkrum flötum var hann gripinn við það að lemja pútternum sínum í flatirnar.

Eftir hringinn var Garcia tilkynnt að hann hefði verið rekinn úr mótinu fyrir óíþróttamannslega hegðun. Reglu 1.2a var beitt en hún gefur mótstjórn heimild til að reka menn úr móti fyrir alvarleg mál af þessu tagi.

Garcia hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann sagði meðal annars að þetta myndi aldrei gerast aftur.

„Ég virði ákvörðunina að reka mig úr mótinu. Í pirringi skemmdi ég nokkrar flatir, sem ég biðst afsökunar á og ég hef talað um það við meðspilara mína að þetta muni aldrei gerast aftur.