Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sergio Garcia skýtur á Faldo
Sergio Garcia.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 19:00

Sergio Garcia skýtur á Faldo

Með sigri gegn Rickie Fowler í tvímenning í Ryder bikarnum 2018 varð Garcia stigahæsti kylfingur sögunnar í þessari frábæru keppni með 25,5 stig. Garcia fékk alls þrjú stig í mótinu og komst fyrir vikið upp fyrir Sir Nick Faldo sem átti metið með 25 stig.

Sir Nick Faldo var einn besti kylfingur heims á sínum tíma en seinna varð hann meðal annars fyrirliði evrópska liðsins í Ryder bikarnum árið 2008. Þá var einmitt Garcia í liði Evrópu og lét Faldo meðal annars þau ummæli falla um Garcia að hann hefði verið gagnslaus.

Samband þessara frábæru kylfinga virðist ekki alltof gott ef marka má ummæli Garcia eftir mótið þar sem hann skaut aðeins á Englendinginn.

„Þessi árangur hefur mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Garcia. „Ég tók fram úr nokkrum af hetjunum mínum.. og Nick Faldo.“

Stigahæstu kylfingar Ryder bikarsins frá upphafi:

1. Sergio Garcia, 25,5 stig
2. Sir Nick Faldo, 25 stig
3. Bernhard Langer, 24 stig
4. Billy Casper, 23,5 stig
4. Colin Montgomerie, 23,5 stig

Sjá einnig:

Ryder bikarinn: Öruggur sigur Evrópu gegn Bandaríkjunum í París
Myndband: Sjáðu fagnaðarlæti Evrópumanna eftir sigurinn í Ryder bikarnum

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)