Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sex atvinnukylfingar frá styrk úr afrekssjóði Forskots
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 23:40

Sex atvinnukylfingar frá styrk úr afrekssjóði Forskots

Nýverið var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga. Þetta er í áttunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012.

Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.

Alls fá sex atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum á árinu 2019, samanborið við átta árið 2018. Athygli vekur að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hlýtur ekki styrk frá sjóðnum þetta árið.

Kylfingarnir sem hlutu styrk þetta árið eru:

Axel Bóasson, GK
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
Haraldur Franklín Magnús, GR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Að afrekssjóðnum standa: Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is