Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Síðasta Masters mót Ian Woosnam
Ian Woosnam.
Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 10:12

Síðasta Masters mót Ian Woosnam

Sigurvegarinn á Masters mótinu árið 1991, Ian Woosnam, er búinn að spila sinn síðasta keppnishring á Masters mótinu. 

Þetta staðfesti Woosnam í viðtali við fjölmiðla eftir annan hring mótsins sem hann lék á 76 höggum.

Ástæðan er að Woosnam er með sjúkdóm sem myndar bólgur við hrygginn og ganga á Augusta National vellinum gerir honum engan greiða.

„Í hvert skipti sem ég kem á Masters og labba upp þessar hæðir og brekkur hefur það mikil áhrif á mig,“ sagði Woosnam.

„Þetta er algjör synd því ég er enn að spila nokkuð vel en þegar þú þarft að labba hér með slæmt bak taparðu mikilli orku.

Ég naut hverrar mínútu af deginum í dag. Þetta er sá síðasti. Því miður.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)