Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Sigurbjörn Íslandsmeistari 50 ára og eldri
Sigurbjörn Þorgeirsson tryggði sér enn einn Íslandsmeistaratitilinn í dag
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 17. júlí 2021 kl. 18:52

Sigurbjörn Íslandsmeistari 50 ára og eldri

Ólafsfirðingurinnn Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði örugglega á Íslandsmóti 50 ára og eldri í Vestmannaeyjum í dag.

Sigurbjörn lék hringina þrjá á samtals 2 höggum yfir pari og sigraði örugglega. Frábært golf hjá honum. Í öðru sæti endaði Helgi Anton Eiríksson úr Golfklúbbnum Esju og Tryggvi Valtýr Traustason úr Golfklúbbi Öndverðarness í því þriðja.

Athyglisvert er að sjá að Golfkúbburinn Esja sem stofnaður var í fyrra á þrjá keppendur af 10 efstu.

Lokastaða efstu manna hjá 50 ára og eldri í karlaflokki:

Lokastaða allra keppenda

Örninn járn 21
Örninn járn 21