Fréttir

Sigurður Arnar lék á alls oddi á fyrsta keppnisdegi Egils Gull mótsins
Dagbjartur Sigurbrandsson, Ólafur Björn Loftsson og Sigurður Bjarki Blumenstein á góðri stundu á fyrsta keppnisdegi Egils Gull mótsins. Mynd: [email protected]
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 21:43

Sigurður Arnar lék á alls oddi á fyrsta keppnisdegi Egils Gull mótsins

Hinn ungi og efnilegi Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er í forystu fyrir lokahringinn á Egils Gull mótinu sem fram fer á „Mótaröð þeirra bestu“ um helgina á Þorlákshafnarvelli.

Sigurður er samtals á 8 höggum undir pari í mótinu, höggi á undan jafnaldra sínum Dagbjarti Sigurbrandssyni úr GR.

Sigurður lék sérstaklega vel á öðrum hring mótsins þegar hann fékk átta fugla og einn tvöfaldan skolla og kom inn á 6 höggum undir pari.


Skorkort Sigurðar á öðrum hringnum.

Fjölmargir kylfingar í karlaflokki léku vel á fyrsta keppnisdegi Egils Gulls mótsins og til marks um það eru 19 kylfingar á pari eða betra skori eftir tvo hringi.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Staða efstu manna:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65) 134 högg (-8)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66) 135 högg (-7)
3. Viktor Ingi Einarsson, GR (70-66) 136 högg (-6)
4.-7. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68) 137 högg (-5)
4.-7. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (70-67) 137 högg (-5)
4.-7. Hákon Örn Magnússon, GR (66-71) 137 högg (-5)
4.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69) 137 högg (-5)
8. Aron Snær Júlíusson, GKG (70-68) 138 högg (-4)
9.-10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-69) 139 högg (-3)
9.-10. Axel Bóasson, GK (68-71) 139 högg (-3)

Ísak Jasonarson
[email protected]