Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sigurður Bjarki góður í Portúgal
Sigurður Bjarki Blumenstein.
Fimmtudagur 14. febrúar 2019 kl. 19:45

Sigurður Bjarki góður í Portúgal

Sigurður Bjarki Blumenstein lék í dag annan hringinn á 89th Portuguese International Amateur Championship mótinu sem fram fer í Portúgal. Að loknum tveimur hringjum er Sigurður á samtals einu höggi undir pari og situr jafn í  20. sæti.

Hringinn í dag lék Sigurður á einu höggi undir pari og bætti sig því um eitt högg frá því í gær. Fyrri 9 holurnar lék Sigurður á þremur höggum undir pari þar sem hann fékk þrjá fugla og restin pör. Seinni 9 holurnar byrjaði hann hinsvegar með tveimur skollum og fékk svo þriðja skollann á 13. holu. Hann bætti svo einum fugli við áður en hringnum lauk og kom því í hús á 71 höggi.

Þriðjir hringur mótsins verður leikinn á morgun og verður niðurskurður eftir morgundaginn. 30 efstu kylfingarnir munu þá komast áfram og leika fjórða og síðasta hringinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)