Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sigurður Bjarki komst áfram í Portúgal
Sigurður Bjarki Blumenstein.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 20:25

Sigurður Bjarki komst áfram í Portúgal

Sigurður Bjarki Blumenstein lék í dag þriðja hringinn á 89th Portuguese International Amateur Championship mótinu sem fram fer í Portúgal. Að loknum þremur hringjum er Sigurður samtals á höggi yfir pari og og situr jafn í 28. sæti. Hann kemst því örugglega gegnum niðurskurðinn en 40 efstu kylfingarnir komust áfram.

Hann hóf leik á fyrstu holu í dag og virtist lengi vel ekki vera í fullkomnum takti. Fyrstu 12 holurnar lék hann á fjórum höggum yfir pari þar sem hann fékk fjóra skolla. Síðustu holurnar lék hann samt á tveimur höggum undir pari og endaði því á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari.

Fjórði og síðasti hringur mótsins verður leikinn á morgun. Stöðuna í mótinu má svo nálgast hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)