Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Sigurður jafnaði vallarmetið í Eyjum
Laugardagur 6. ágúst 2022 kl. 15:13

Sigurður jafnaði vallarmetið í Eyjum

Sigurður Bjarki Blumenstein, Golfklúbbi Reykjavíkur jafnaði vallarmet Haraldar Franklín á þriðja hring á Íslandsmótinu í Eyjum. Sigurður lék á átta höggum undir pari, 62 höggum og var í miklu stuði.

Sigurður sem sigraði á sínu fyrsta stigamóti í sumar fékk sex fugla á fyrri níu og setti niður langt pútt á 9. flöt fyrir 29 höggum. Hann gaf ekkert eftir á seinni níu holunum sem eru mun erfiðari og fékk fugla á 15. og 16. braut en tapaði svo höggi á 17. braut. Hann átti síðan tvö góð högg á 18. holu og þurfti að setja niður um 15 metra pútt fyrir erni og nýju vallarmeti en tvípúttaði og jafnaði þannig vallarmetið.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Margir kylfingar eru að leika mun betur í dag en fyrstu tvo dagana en aðstæður eru mjög góðar, lítill vindur og völlurinn aðeins blautur eftir rigningu í nótt.

Staðan í karlaflokki.

Staðan í kvennaflokki.