Fréttir

Sigurður og Ásgerður klúbbmeistarar GÖ 2020
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 6. júlí 2020 kl. 22:16

Sigurður og Ásgerður klúbbmeistarar GÖ 2020

Meistaramót golfklúbba landsins fara fram um þessar mundir og hafa einhverjir klúbbar lokið við mótið nú þegar. Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram í síðustu viku og lauk á laugardaginn við afbragðs aðstæður.

Það var Ásgerður Sverrisdóttir sem varð klúbbmeistari í kvennaflokki á meðan Sigurður Aðalsteinsson fagnaði sigri í karlaflokki og eru þau því klúbbmeistarar GÖ árið 2020.

Úrslit í meistaraflokki kvenna:

1. Ásgerður Sverrisdóttir, 77, 85, 81 =+30
2. Kristín Guðmundsdóttir, 87, 91, 87 =+52
3. Elísabet K. Jósefsdóttir, 87, 96, 84 =+54

Ásgerður lék hringina þrjá á samtals 30 höggum yfir pari og var sigur hennar aldrei í hættu. Hún endaði heilum 22 höggum á undan næsta kylfingi.

Baráttan um annað sætið var öllu meiri en það var mikið jafnræði með þeim Kristínu Guðmundsdóttur og Elísabetu K. Jósefsdóttur. Kristín hafði betur að lokum og endaði á 52 höggum yfir pari á meðan Elísabet endaði á 54 höggum yfir pari.

Úrslit í meistaraflokki karla:

1. Sigurður Aðalsteinsson, 73, 73, 74 =+7
2. Þórir Baldvin Björgvinsson, 77, 75, 74 =+13
3. Hallsteinn I. Traustason, 77, 84, 76 =+24

Sigurður lék mjö stöðugt golf allt mótið og lék hringina þrjá á samtals sjö höggum yfir pari. Þórir Baldvin kom næstur á samtals 13 höggum yfir pari og að lokum varð Hallsteinn í þriðja sæti á samtals 24 höggum yfir pari.

Úrslit úr öllum flokkum Meistaramóts GÖ má nálgast hérna.