Fréttir

Skrambi dugði til sigurs
Sunnudagur 5. febrúar 2023 kl. 17:49

Skrambi dugði til sigurs

Hinn 31 árs gamli Daniel Gavins setti niður risapútt á 18. flöt til að tryggja sér eins höggs sigur á Ras Al Kheimah Champiionship sem leikið var á Al Hamra vellinum í Dubai. Englendingurinn lék hringina fjóra á sautján höggum undir pari, 68-66-68-69, höggi betur en Alexander Björk frá Svíþjóð og Zander Lombard frá Suður Afríku.

Daniel hafði tveggja högga forystu þegar hann kom á 18.teig en setti boltann tvisvar í vatn þegar hann spilaði holuna. Alexander Björk sem var næst honum í barátunni fékk skolla í ráshópnum á undan. Daniel átti 10 metra pútt fyrir skramba og renndi því niður til að klára á 17 höggum undir pari. Zander Lombard átti svo 8 metra pútt á 18. flötinni fyrir erni til að jafna og komast í bráðabanda, en púttið rúllaði rétt framhjá. 

Þetta er annar titill Daniel Gavins á DP mótaröðinni, en hann sigraði síðast árið 2021.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur.

Myndband frá lokadegi.