Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Skrifaði ekki undir skorkortið og er úr leik
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 19:43

Skrifaði ekki undir skorkortið og er úr leik

Luis Gagne var á meðal keppenda á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Korn Ferry mótaröðina í Bandaríkjunum. Gagne keppti á Plantation vellinum í Flórída þar sem keppt var um 20 laus sæti í lokamótinu sem fer fram í desember.

Gagne lék fyrsta hring mótsins á höggi undir pari og var jafn í 41. sæti þegar þrír hringir voru eftir. Því miður fyrir hann fékk hann hins vegar ekki að spila næstu hringi því hann gleymdi að skrifa undir skorkortið frá fyrsta hringnum og var því dæmdur úr leik.


Skorkort Gagne á fyrsta hringnum.

Korn Ferry mótaröðin er næst sterkasta mótaröð Bandaríkjanna en hún bar áður heitið Web.com. Margir af bestu kylfingum heims í dag hafa byrjað atvinnumannaferil sinn á mótaröðinni og ætlaði Gagne að feta í fótspor þeirra eftir að hann gerðist atvinnumaður. Eftir atvik vikunnar verður hann hins vegar að bíða aðeins lengur eftir því að komast inn.