Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Slóvakía getur eignast sinn fyrsta sigurvegara á PGA mótaröðinni í kvöld
Rory Sabbatini.
Sunnudagur 21. apríl 2019 kl. 14:00

Slóvakía getur eignast sinn fyrsta sigurvegara á PGA mótaröðinni í kvöld

Lokahringur RBC Heritage mótsins á PGA mótaröðinni fer fram í dag. Það er Dustin Johnson sem er í forystu en jafn í öðru sæti, einu höggi á eftir er Rory Sabbatini.

Líkt og kylfingur.is greindi frá í lok síðasta árs gerðist Sabbatini slóvanskur ríkisborgari og gæti Slóvakía því eignast sinn fyrsta sigurvegara á PGA mótaröðinni í dag. Sabbatini er fæddur í Suður-Afríku en kona hans er frá Slóvakíu og er hann fyrsti slóvanski ríkisborgarinn til að leika á PGA mótaröðinni. 

Sabbatini er á samtals 9 höggum undir pari fyrir lokahringinn, ásamt Ian Poulter og Shane Lowry.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640