Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Snorri Páll ráðinn yfirþjálfari GR
Frá vinstri: Snorri Páll Ólafsson, Derrick Moore og David George Barnwell. Mynd: grgolf.is
Miðvikudagur 8. maí 2019 kl. 15:49

Snorri Páll ráðinn yfirþjálfari GR

Snorri Páll Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari Golfklúbbs Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum í dag.

Snorri tekur við starfinu af Inga Rúnari Gíslasyni sem lét af störfum sem íþróttastjóri klúbbsins í byrjun árs.

Undanfarin ár hefur Snorri sinnt starfi ungmennaleiðtoga og komið að þjálfun barna, unglinga og afrekskylfinga hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Nýtt starf hans snýr að því að halda utan um skipulag starfsins í heild, tryggja gott samskiptaflæði við foreldra og alla iðkendur í starfinu. Samhliða því mun Snorri sinna sérstaklega þjálfun meistaraflokka og afrekskylfinga GR.

Derrick Moore tekur við fyrri stöðu Snorra en hann hefur undanfarin ár starfað hjá Golflkúbbi Kópavogs og Garðabæjar við góðan orðstír. Derrick mun að mestu sinna þjálfun í barna- og unglingastarfinu ásamt David George Barnvell og munu þeir auk þess koma að þjálfun og ráðgjöf til afrekskylfinganna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)