Fréttir

Solheim lið Evrópu klárt
Lið Evrópu. Mynd: Ladieseuropeantour.com
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 18:45

Solheim lið Evrópu klárt

Fyrirliði Evrópu í Solheim bikarnum, Catriona Matthew, tilkynnti í dag hvaða fjórir kylfingar komust inn í lið Evrópu fyrir Solheim bikarinn sem fer fram í haust. Áður höfðu átta kylfingar tryggt sig inn í liðið með góðum árangri undanfarna mánuði og er því liðið í heild sinni orðið klárt.

Kylfingarnir fjórir sem urðu fyrir valinu eru Suzann Pettersen, Bronte Law, Jodi Ewart Shadoff og Celine Boutier.

Pettersen hefur áður leikið í átta Solheim keppnum og Shadoff tveimur en Boutier og Law eru nýliðar.

Lið Evrópu sem keppir í Solheim bikarnum dagana 9.-15. september er eftirfarandi:

Suzann Pettersen
Bronte Law
Jodi Ewart Shadoff
Celine Boutier
Carlota Ciganda
Anne Van Dam 
Caroline Hedwall 
Charley Hull
Georgia Hall
Azahara Munoz
Caroline Masson 
Anna Nordqvist