Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Solheim lið Evrópu klárt
Lið Evrópu. Mynd: Ladieseuropeantour.com
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 18:45

Solheim lið Evrópu klárt

Fyrirliði Evrópu í Solheim bikarnum, Catriona Matthew, tilkynnti í dag hvaða fjórir kylfingar komust inn í lið Evrópu fyrir Solheim bikarinn sem fer fram í haust. Áður höfðu átta kylfingar tryggt sig inn í liðið með góðum árangri undanfarna mánuði og er því liðið í heild sinni orðið klárt.

Kylfingarnir fjórir sem urðu fyrir valinu eru Suzann Pettersen, Bronte Law, Jodi Ewart Shadoff og Celine Boutier.

Pettersen hefur áður leikið í átta Solheim keppnum og Shadoff tveimur en Boutier og Law eru nýliðar.

Lið Evrópu sem keppir í Solheim bikarnum dagana 9.-15. september er eftirfarandi:

Suzann Pettersen
Bronte Law
Jodi Ewart Shadoff
Celine Boutier
Carlota Ciganda
Anne Van Dam 
Caroline Hedwall 
Charley Hull
Georgia Hall
Azahara Munoz
Caroline Masson 
Anna Nordqvist

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640