Fréttir

Spenna fyrir lokahringinn í Kaliforníu
Mótið fer fram á PGA West Stadium Course og La Quinta Country Club.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 23. janúar 2022 kl. 13:24

Spenna fyrir lokahringinn í Kaliforníu

Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á American Express mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Aðeins 4 högg skilja að 14 efstu kylfingana. Lee Hodges og Paul Barjon standa best á 18 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Tom Hoge er einu höggi á eftir og Seamus Power er á 16 höggum undir. Hópur kylfinga er svo á 15 og 14 höggum undir pari og allt stefnir í mjög spennandi lokahring.

Jon Rahm efsti maður heimslistans náði sér ekki á strik á flötunum í gær en hann er í 15. sæti á 13 höggum undir pari.

Staðan í mótinu