Fréttir

Spennan magnast um Race to Dubai titilinn
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 11:29

Spennan magnast um Race to Dubai titilinn

Eftir að Turkish Airlines Open mótið kláraðist í gær eru aðeins tvö mót eftir af tímabilinu á Evrópumótaröðinni og fer því spennan að magnast í keppninni um Race to Dubai titilinn, eða stigalista mótaraðarinnar. Eftir sigurinn í gær er Tyrrell Hatton kominn í sjötta sæti listans en fyrir helgina var hann í 36. sæti.

Bernd Wiesberger er sem fyrr í efsta sætinu með 4285,6 stig, tæplega 400 stigum meira en Jon Rahm sem situr í öðru sætinu. Shane Lowry, sem lengi vel var í efsta sætinu, er í þriðja sæti með 3613,8 stig.

Til mikils er að vinna fyrir kylfinga í næstu tveimur mótum þar sem síðustu tvö mót tímabilsins munu hljóta meira vægi en önnur mót. Til að mynda þá eru heildar stigafjöldi í flestum mótum á tímabilinu með eitthvað á bilinu 2.000 til 3.500 stig. Aftur á móti var mótið nú um helgina með 9.000 stig í boði, Nedbank Golf Challenge sem fer fram um næstu helgi í Suður-Afríku verður með 10.000 stig í boði og að lokum verða 12.000 stig í boði á lokamóti ársins, DP World Tour Championship. Einnig fær sigurvegar lokamótsins 3 milljónir dollara í verðlaunafé sem verður hæsta verðlaunafé í sögu íþróttarinnar fyrir sigur í móti.

Staða efstu manna á stigalistanum má sjá hér að enðana en listann í heild sinni má sjá hérna.