Fréttir

Spieth og Stenson bættust í keppendahópinn í mótinu hans Tiger
Jordan Spieth.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 20:39

Spieth og Stenson bættust í keppendahópinn í mótinu hans Tiger

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods tilkynnti í dag að þeir Jordan Spieth og Henrik Stenson verða með á Hero World Challenge mótinu sem Woods heldur sjálfur á Bahama eyjum dagana 4.-7. desember.

Áður hafði Woods tilkynnt hvaða 16 kylfingar komust inn í gegnum heimslistann og því verða 18 kylfingar sem mæta til leiks.

Stenson fékk einnig sérstakt boð í fyrra en hann situr nú í 40. sæti á heimslistanum, þremur sætum fyrir ofan Jordan Spieth sem hefur fallið hratt niður listann undanfarna mánuði. Spieth komst hæst í efsta sætið eftir magnað tímabil 2015.

Eftirfarandi kylfingar komust inn í mótið í gegnum heimslistann:

Dustin Johnson
Justin Rose
Justin Thomas
Jon Rahm
Patrick Cantlay
Tiger Woods
Xander Schauffele
Bryson DeChambeau
Tony Finau
Webb Simpson
Patrick Reed
Gary Woodland
Rickie Fowler
Matt Kuchar
Bubba Watson
Kevin Kisner