Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Stacy Lewis vonast eftir að vinna sitt 13. mót með barn undir belti
Stacy Lewis
Sunnudagur 27. maí 2018 kl. 10:00

Stacy Lewis vonast eftir að vinna sitt 13. mót með barn undir belti

Það er mikil spenna fyrir lokahringnum á LPGA Volvik Championship mótinu, en 10 kylfingar eru þremur höggum eða minna á eftir Minjee Lee sem er í efsta sætinu á 12 höggum undir pari.

Einn þessara kylfinga er Stacy Lewis, en hún getur með sigri í dag sigrað á sínu 13 LPGA móti á ferlinum. Þessi sigur yrði aftur á móti aðeins öðruvísi, því hún er kona eigi einsömul.

Lewis, sem er 33 ára gömul og á von á sínu fyrsta barni í byrjun nóvember, kom sér á meðal efstu kvenna með hring upp á 67 högg í gær. Hún fékk meðal annars fimm fugla á síðustu sex holunum og er jöfn í öðru sæti á 10 höggum undir pari. 

Í viðtali eftir hringinn sagðist hún glöð taka þeirri áskorun að sigra með barni.

„Mér er alveg sama hvaða takmarkanir ég og líkaminn minn erum að glíma við, mig langar að gefa sjálfri mér möguleika á að sigra.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)