Fréttir

Staðan á FedEx listanum í byrjun árs
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 3. janúar 2021 kl. 22:19

Staðan á FedEx listanum í byrjun árs

Á hverju ári eru flestir kylfingar sem eru aðeins að hugsa um það að enda á meðal 125 efstu á FedEx-listanum en það gefur kylfingum áframhaldandi þátttökurétt á mótaröðinni. 

FedEx-bikarinn hreppir sá kylfingur sem endar með flest stiga á FedEx-listanum í lok Tour Championship mótsins. Fyrir sigur á venjulegu móti fá kylfingar 500 stig og allir kylfingar sem komast í gegnum niðurskurðinn fá stig. Í Heimsmótunum fá kylfingar 550 stig fyrir sigur, fyrir sigur í risamótunum og Players meistaramótinu fá kylfingar 600 stig. Að lokum fá kylfingar 300 stig fyrir sigur í móti sem er sömu helgi og risamótin eða Heimsmótin.

Nú þegar PGA mótaröðin er að fara af staðað að nýju ert vert að skoða stöðuna á listanum en nú þegar hafa 12 mót verið leikin. Hér að neðan er að finn efstu fimm kylfingana og þá kylfinga sem eru kringum 125. sæti. Listann í heild sinni má svo nálgast hérna.

Sæti Nafn Mót Stig Sigrar Topp 10 Stigum á eftir
1 Dustin Johnson 3 950 1 3 0
2 Bryson DeChambeau 3 698 1 2 252
3 Viktor Hovland 5 682 1 1 268
4 Stewart Cink 6 671 1 2 279
5 Patrick Cantlay 5 660 1 2 290

....

Sæti Nafn Mót Stig Sigrar Topp 10 Stigum á eftir
123 Lee Westwood 4 81 0 0 869
124 Collin Morikawa 5 79 0 0 871
125 Tommy Fleetwood 5 76 0 0 874
126 Branden Grace 8 76 0 0 874
127 D.J. Trahan 6 75 0 0 875