Fréttir

Staðan á LEK stigalistanum
Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki án forgjafar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 23:10

Staðan á LEK stigalistanum

Línur eru farnar að skýrast á Öldungamótaröð LEK nú þegar fjórum mótum er lokið á tímabilinu. Mikil þátttaka hefur verið í öllum mótunum til þessa og hefur veðrið leikið við keppendur.

Hér fyrir neðan má sjá stöðuna á stigalistum Öldungamótaraðarinnar eftir fjögur mót. Næsta mót á mótaröðinni er Íslandsmót eldri kylfinga sem fer fram í Vestmannaeyjum.

Konur án forgjafar:

1. Þórdís Geirsdóttir 4.200,0 stig
2. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 4.102,5 stig
3. María Málfríður Guðnadóttir 4.050,0 stig

Konur með forgjöf:

1. María Málfríður Guðnadóttir 4.005,0 stig
2. Þórdís Geirsdóttir 3.641,3 stig
3. Ásgerður Sverrisdóttir 3.423,8 stig

Karlar án forgjafar:

1. Tryggvi Valtýr Traustason 4905,0 stig
2. Sigurður Aðalsteinsson 2643,8 stig
3. Ásgeir Jón Guðbjartsson 2196,7 stig

Karlar með forgjöf:

1. Sigurður Ásgeirsson 2.055,9 stig
2. Jón Alfreðsson 2.025,0 stig
3. Jón Kristbjörn Jónsson 1.927,5 stig

Hér má sjá stigalistana í heild sinni.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640