Fréttir

Staðan hjá íslensku liðunum á EM eftir tvo daga
Íslenska kvennalandsliðið.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 19:10

Staðan hjá íslensku liðunum á EM eftir tvo daga

Á þriðjudaginn hófst keppni á fjórum keppnisstöðum í Evrópu þar sem fjögur íslensk landslið taka þátt á Evópumóti áhugamanna. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí.

Karlalandsliðið leikur á Ljunghusen golfvellinum í Svíþjóð. Dagbjartur Sigurbrandsson hefur leikið best af íslenska hópnum en hann var á parinu í höggleiknum.

Íslenska liðið endaði í 11. sæti í höggleiknum og leikur í því í B-riðli. Fyrsti leikur liðsins er gegn Tékklandi á fimmtudaginn.

Skor karlalandsliðsins:

40. sæti: Bjarki Pétursson, +1
64. sæti: Gísli Sveinbergsson, +5
24. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, par
68. sæti: Birgir Björn Magnússon, +6
65. sæti: Aron Snær Júlíusson, +6
88. sæti: Rúnar Arnórsson, +11

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Kvennalandsliðið, sem leikur á Ítalíu, leikur í C-riðli á morgun en þær enduðu næst neðstar í höggleiknum. Helga Kristín Einarsdóttir lék flott golf á öðrum keppnisdegi og var á höggi undir pari.

Skor kvennalandsliðsins:

80. sæti: Saga Traustadóttir, +7
37. sæti: Helga Kristín Einarsdóttir, +1
74. sæti: Andrea Bergsdóttir, +6
97. sæti: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, +11
112. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, +17
117. sæti: Hulda Clara Gestsdóttir, +20

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Piltalandsliðið, skipað kylfingum 18 ára og yngri, endaði í neðsta sæti í höggleiknum í Frakklandi. Þar spilaði Sigurður Bjarki Blumenstein best af íslenska hópnum en hann var á 7 höggum yfir pari.

Skor piltalandsliðsins:

43. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, +7
85. sæti: Jón Gunnarsson, +14
45. sæti: Kristófer Karl Karlsson, +8
95. sæti: Aron Emil Gunnarsson, +20
96. sæti: Kristófer Tjörvi Einarsson, +21
83. sæti: Böðvar Bragi Pálsson, +14

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Að lokum varð stúlknalandsliðið, einnig skipað kylfingum 18 ára og yngri, í 18. sæti af 18 liðum í höggleiknum á EM á Spáni. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir stóð sig best af íslenska hópnum en hún var á 18 höggum yfir pari.

Skor stúlknalandsliðsins:

77. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, +18
88. sæti: Eva María Gestsdóttir, +22
93. sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, +24
103. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, +33
104. sæti: Árný Eik Dagsdóttir, +34
107. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, +39

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.