Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Stærsta útborgun William Hill frá upphafi
Tiger Woods.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 16:00

Stærsta útborgun William Hill frá upphafi

Eins og Kylfingur greindi frá á dögunum setti einn bjartsýnn notandi veðmálasíðunnar William Hill 85.000 dollara eða rúmlega 10 milljónir króna undir á sigur hjá Tiger Woods á Masters mótinu sem fór fram um helgina.

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að Woods stóð svo uppi sem sigurvegari í mótinu og stóð því einstaklingurinn uppi með 1,275 milljónir dollara.

Um er að ræða stærstu einstöku útborgun William Hill frá upphafi skv. Rupert Adams, talsmanni fyrirtækisins.

„Við munum gefa út ávísun að andvirði 1.275.000 dollara til eins kúnna frá Las Vegas,“ sagði Adams. „Við teljum að þetta sé stærsta útborgunin okkar tengd íþróttum í 85 ára sögu fyrirtækisins.“

Sjá einnig:

Sagður hafa veðjað rúmum 10 milljónum á Tiger

Ísak Jasonarson
isak@vf.is