Stal senunni fra Ryder leikmönnum á Wentworth
Ryan Fox fry Nýja Sjálandi gerði sér lítið fyrir og vann einn stærsta titilinn á DP Evrópumótaröðinni þegar hann vann BMW mótið á Wentworth vellinum í Englandi sem lauk í gær. Fox skildi alla Ryder stjörnur Evrópu fyrir aftan sig en hann þurfti fugl á síðustu flötinni til að tryggja sér sigur. Þriggja metra pútt rann ljúft í holu eftir vel heppnað innáhögg af hundrað metra færi.
Sviðsljósið beindist mikið að tólf Evrópu kylfingum sem skipa Ryder liðið að þessu sinni. Þeir voru margir í toppbaráttunni og tveir þeirra, Tyrell Hatton og Jon Rahm ásamt Englendingunum Ra, önduðu ofan í hálsmálið á honum og enduðu höggi á eftir honum. Sjö þeirra voru meðal tíu efst. Ludvig Åberg frá Svíþjóð var í forystu fyrir lokadaginn en náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu dagana á undan og átti slakan dag.
Það leit fátt út fyrir að Fox væri að blanda sér í toppbaráttuna í upphafi lokahringsins en hann fékk þrefaldan skolla á þriðju holu. Hann fékk síðan átta fugla á næstu fimmtán brautum sem skilaði honum sigri á mótinu.
Sigrar og sorgir hafa einkennt árið hjá hinum geðþekka Fox og margt annað en golf fengið athygli. Lítil dama kom í heiminn hjá fjölskyldunni í vor og á svipuðum tíma greindust báðir tengdaforeldrar hans með krabbamein. Tengdafaðir, sem var á sínum yngri árum fyrirliði krikketsliðs Nýja Sjánds, lést eftir skammvinna baráttu við sjúkdóminn.
Næsta mót á DP Evrópumótaröðinni er á hinum sögufræga Le National í París en vikuna á eftir munu öll augu heimsbyggðarinnar beinast að Róm í Ítalíu þar sem Ryder bikarinn fer fram. Luke Donald, einvaldur Evrópuliðsins getur verið ánægður með leikform sinna manna því þeir léku flestir vel í þessu móti.
The moment @ryanfoxgolfer became the first player from New Zealand to win the BMW PGA Championship 😍🇳🇿#BMWPGA | #RolexSeries pic.twitter.com/W5Ke5wBSAm
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 17, 2023
Tyrell Hatton var með fjögurra högga forskot um tíma á lokahringnum. Hann setti pressu á Fox á lokaholunni þegar hann fékk fugl.
CLUTCH! 💪@TyrrellHatton sets the new target at -17 with a birdie at the last. #BMWPGA | #RolexSeries pic.twitter.com/X27xfOBycn
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 17, 2023
Eitt af höggum mótsins átti Fox kom úr skógarjaðrinum kom á 15. holu.
.@ryanfoxgolfer takes the lead in dramatic fashion 😮#BMWPGA | #RolexSeries pic.twitter.com/zphewrBoNN
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 17, 2023