Fréttir

Stelpugolf fer fram á mánudaginn
Mynd frá Stelpugolfdeginum árið 2015 sem fór fram á æfingasvæði GKG.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 16:42

Stelpugolf fer fram á mánudaginn

Stelpugolfdagurinn 2019 fer fram mánudaginn 10. júní milli 11:00 og 14:00 á æfingasvæði GR í Grafarholti.

Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA og síðan þá hefur gífurlegur fjöldi lagt leið sína á völlinn og sótt sér kennslu.

Markmið viðburðarins er að auka þátttöku kvenkylfinga á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Þó eru að sjálfsögðu allir af báðum kynjum velkomnir á Stelpugolf. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GR þar sem PGA golfkennarar verða til staðar að leiðbeina.

Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Allar upplýsingar um viðburðinn má finna á Stelpugolf. Viðburðurinn er öllum opinn og er ókeypis. Einnig verður dregið úr fjölmörgum vinningum. Þar á meðal M6 dræver frá golfbúðinni Erninum og golfkennsla.

Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640