Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Stenson fór í aðgerð á olnboga og missir af mótum
Henrik Stenson.
Laugardagur 13. október 2018 kl. 19:31

Stenson fór í aðgerð á olnboga og missir af mótum

Svíinn Henrik Stenson tilkynnti á Instagram síðu sinni að hann hefði þurft að fara í aðgerð á olnboga sem gerir það að verkum að hann verður frá keppnisgolfi í einhvern tíma.

Stenson sagði að aðgerðin hefði gengið vel en hann þyrfti engu að síður að draga sig úr keppni í HSBC heimsmótinu sem fer fram seinna í október. Stenson hafði endað í 2. sæti í mótinu undanfarin tvö tímabil.

Olnbogi Stenson hafði valdið honum vandræðum á tímabilinu þar sem hann dró sig úr keppni í nokkrum mótum. Það var því kominn tími á þessa aðgerð en Svíinn magnaði er nú dottinn niður í 26. sæti á heimslistanum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)