Fréttir

Stenson og Sörenstam halda Scandinavian Mixed mótið sem veðrur hluti af Evrópumótaröð karla og kvenna
Annika Sörenstam.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. október 2019 kl. 15:32

Stenson og Sörenstam halda Scandinavian Mixed mótið sem veðrur hluti af Evrópumótaröð karla og kvenna

Evrópumótaröð karla og Evrópumótaröð kvenna tilkynntu í sameiginlegri tilkynningu í morgun að mótaraðirnar munu halda nýtt mót á næsta ári þar sem keppendur af báðum kynjum munu etja kappi. Aðeins einn sigurvegari verðr í mótinu líkt og í öðrum mótum á þessum mótaröðum nema að það verða bæði karlar og konur að berjast um sigurinn.

Mótið er haldið af tveimur bestu kylfingum sögunnar frá Svíþjóð, þeim Henrik Stenson og Anniku Sörenstam. Það mun bera heitið Scandinavian Mixed Hosted by Henrik & Annika.

Það verða samtals 156 keppendur í mótinu, 78 karla og 78 konur, og verður leikið á Bro Hof Slott vellinum sem er staðsettur rétt fyrir utan Stokkhólm. Heildar verðlaunafék í mótinu verður 1,5 milljón evrur og fer það fram dagana 11.-14. júní næstkomandi.

Til að byrja með var gerður þriggja ára samningur og mun Stenson verða á meðal þátttakenda öll þrjú árin. Sörenstam sem lagði kylfuna á hilluna árið 2008 mun verða á meðal þátttakenda í Pro-Am mótinu sem haldið verður daginn fyrir mótið.


Henrik Stenson.