Fréttir

Steve Stricker vann sitt fyrsta risamót
Stever Stricker.
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 21:00

Steve Stricker vann sitt fyrsta risamót

Fyrsta risamót ársins, Regions Traditions mótið, á Öldungamótaröðinni kláraðist í gær og var það Stever Stricker sem bar höfuðið og herðar yfir keppinauta sína.

Stricker gerði fá mistök í mótinu og sem dæmi má nefna þá tapaði hann aðeins einu höggi í öllu mótinu. Hann lék hringina fjóra á 68-64-70-68 höggum og endaði hann mótið á samtals 18 höggum undir pari.

Næstu menn voru heilum sex höggum á eftir, eða á 12 höggum undir pari. Það voru þeir Billy Andrade og Paul Goydos.

Þetta var fyrsti risamótssigur Strickers á öldungamótaröðinni en fjórði sigur hans á öldungamótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
[email protected]